LAKKVÖRN SEM VIRKAR MEÐ 5 ÁRA ENDINGU
Við hjá Buddy Bíladekur vinnum einungis með vörur frá FX Protect þegar kemur að lakkvörn og lakkleiðréttingu. FX Protect er með massa, lakkvörn og hreinsiefni sem eru sérhönnuð fyrir bíla með keramíkhúð. FX Protect er fyrirtæki sem sérhæfir sig í framleiðslu á vörum sem eru fyrir bíla með keramíkhúðun. Allar vörurnar þeirra má nota á bíla með keramíkhúð eða lakkvörn.
Meira um FX Protect hér: https://fxprotect.is
Eins og kom fram undir flipanum vörumerkið, sérhæfir FX Protect sig í framleiðslu á keramíkhúð-vörum ásamt hreinsiefnum.
Hypernity coat-ið er allra besta lakkvörnin þeirra og endist í 5 ár ef rétt er farið að þegar ásetning er framkvæmd. Coat-ið er sjálflæknandi. Örrispur hverfa ef að þær eru t.d. hitaðar upp með hitablásara. Vatnsfælið, sterkt og hitaþolið. Þú getur varla beðið um meira.
Ásetning keramikhúðar (lakkvarnar) er nákvæmt og vandasamt verk. Röng ásetning getur ollið því að lakkið skemmist. Mikilvægt er að yfirborðið sem á að verja sé hreinsað frá A-Ö. Eftir það þarf að massa eða lakkleiðrétta til þess að fjarlægja allar rispur sem eru komnar í lakkið (ath. þetta þarf líka að gera við nýja bíla) þó yfirleitt töluvert minni vinna nema að um ræði mjög dökkt lakk. Síðar þarf að bera á lakkið lakkvörnina, vörnin má ekki liggja of lengi á lakkinu áður en það er svo strokið af með nokkrum ónotuðum og mjúkum microfiberklútum.